149. löggjafarþing — 48. fundur,  12. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019.

3. mál
[15:41]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Við erum við lokaatkvæðagreiðslu á ýmsum aðgerðum vegna forsenda fjárlaga. Við erum að stíga skref í þá átt að gera tekjuskattskerfið sanngjarnara. Við erum að stíga skref í þá veru að hækka kolefnisgjöld, við erum að hækka barnabætur og fleira mætti telja.

Ég tel að ríkisstjórnin sé á réttri leið með þetta frumvarp og er því ánægður að fá að greiða atkvæði með því.