149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[17:57]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Hérna er blaðið sem ég var að leita í bunkanum hjá mér, gott að þú tókst það ekki með. Þessa setning í nefndarálitinu er þannig að í kjölfar þess sem menn lýsa yfir miklum vandamálum verði málið ekki afgreitt á hlaupum í dag, segja þeir:

„Í öðru lagi mun draga meira úr framboði erlends fjár á innlendum skuldabréfamarkaði en reiknað var með þegar frumvarpið var samið.“

Það eru ýmsar aðrar leiðir til að leysa þetta vandamál og fremst í þeirri röð væri auðvitað að draga úr svokölluðum innflæðishöftum sem markaðsaðilar hafa gert töluverðar athugasemdir við um langa hríð. Ef það er staðan að markaðsaðilar telji að það sé skortur á framboði á erlendum fjárfestum inn á íslenskan skuldabréfamarkað þá eru aðrar leiðir til að leysa það en að lyppast niður á lokakafla þessa máls.