149. löggjafarþing — 72. fundur,  28. feb. 2019.

kolefnismerking á kjötvörur.

275. mál
[14:56]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka kærlega fyrir þessa athugasemd, eða ábendingu, þetta er kannski ekki beint athugasemd. En það væri einmitt spennandi að sjá þó ekki væri eins og nema prufutýpu af því hvernig eitthvað gæti litið út. Þá væri jafnvel hægt að bera saman einhvers konar innflutt matvæli við innlenda framleiðslu, hver er munurinn, og taka þá allt með, eins og segir alveg niður í olíukostnað eða hvað þarf mikið. Þannig að mér finnst þetta mjög fínt, gott og takk.