149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[17:45]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni fyrir prýðisræðu. Ég er sammála málflutningi þingmannsins. Ég byggi álit mitt aðallega á reynslu annarra þjóða, hvernig aðrar þjóðir hafa komið út úr því að hafa innleitt þetta inn í verslanir, bara með sjúkdómum sem fylgja því að auka neyslu í lítrum talið eins og þingmaðurinn kom inn á og mynda þar með meira álag á líkamann, svo sem lifrarbólgu, æðasjúkdóma, krabbamein og skorpulifur og annað sem fylgir mikilli drykkju.

Mig langar að spyrja þingmanninn: Erum við þá sammála um það, er þingmaðurinn á því, að óbreytt ástand eða óbreyttur vinkill (Forseti hringir.) á sölu áfengis sé rétta leiðin áfram eða er þingmaðurinn annarrar skoðunar með það?