149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:02]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vildi í þessu andsvari draga það fram að þetta mál hefur verið í mjög ítarlegri skoðun árum saman. Þegar ég var formaður utanríkismálanefndar 2013–2015 fengum við þetta mál oft inn á okkar borð vegna þess að það var verið að kynna stöðu málsins. Þá lögðum við mikla áherslu á það í utanríkismálanefnd, og reyndar í öðrum nefndum sem fjölluðu um málið, að fundin yrði svokölluð tveggja stoða lausn á fyrirkomulagi eftirlits með viðskiptum yfir landamæri þegar um slík viðskipti væri að ræða. Slík lausn fannst. Þar með taldi ég að málið væri langt komið.

Varðandi aðra þætti málsins þá velti maður fyrir sér hver áhrif sæstrengs yrðu ef hann yrði lagður. Miðað við frágang málsins, innihald þriðja orkupakkans og þær yfirlýsingar sem gefnar hafa verið í tengslum við þetta, þá er alveg ljóst(Forseti hringir.) að ákvörðun um sæstreng er sjálfstæð ákvörðun sem enginn tekur nema við hér í þessum sal.