149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:08]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Það dugar kannski bara að skipt um flokka, þá öðlast menn nýja fortíð. En látum það liggja milli hluta.

Getur hv. þingmaður ekki tekið undir með mér þegar ég fagna því hvernig staðið hefur verið að verki við vinnu að þessari tilskipun? Núna er það þannig að það sem þingmaðurinn óttast mest, sem er lagning sæstrengs, er tryggt með því sem við erum að gera í þessum sal í dag, að ekki komi til lagningar sæstrengs nema með samþykki meiri hluta Alþingis. Það er svo. Það skiptir engu máli hvað forstjóri Landsvirkjunar eða aðrir hafa um það að segja eða hvaða skoðun þeir hafa. Við erum að taka ákvörðun um það að sæstrengur verður ekki lagður nema með vilja og stuðningi meiri hluta þingsins. Það er breytt frá því sem var gert (Forseti hringir.) hér undir forystu þáverandi utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar.