149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[19:57]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Nú er tíminn að renna frá okkur þennan þingdaginn og þetta mál er vissulega ekki að klárast. En ég tek undir með þingmanninum, það er ekkert í frumvarpinu sem bætir ástandið frá því sem það er í dag. Þess vegna stöndum við kannski hér ár eftir ár, þing eftir þing, og tölum okkur hás um þetta. Ég vona svo sannarlega enn og aftur að málið fái ekki framgang.