149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:10]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég velti svolítið fyrir mér hvað sé meint með þessum næturfundi. Hér er um mikilvægt mál að ræða. Við erum búnir að benda á þetta með lagalega fyrirvarann sem ekki finnst. Við erum búnir að fá fjórar tillögur um hvar hann sé að finna og við áttum okkur ekki alveg á því hver þeirra er hin rétta, sú sem stjórnarliðar telja vera þennan lagalega fyrirvara.

Við höfum líka bent á að lausnin felst í sjö og hálfri línu í álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirsts. Hún felst í sjö og hálfri línu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara eftir. Og sú leið hefur ekkert verið rannsökuð. Það liggur engin álitsgerð fyrir um þá leið, um þessar sjö og hálfu línu. Það er allt og sumt, sjö og hálf lína.

Sú leið er farin og það liggur engin rannsókn (Forseti hringir.) fyrir á því hvað hún geti haft í för með sér.