149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:05]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, það er vissulega búið að halda því fram að hér verði EES-samningurinn settur í uppnám ef við förum þá leið sem við sem erum andvíg innleiðingu orkupakkans leggjum til.

En maður hlýtur að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum það geti sett okkur í uppnám. Við erum aðilar að þessum samningi. Og það að vera aðili að samningi leiðir af sjálfu að við höfum eitthvað um það að segja hvað er í samningnum. Þetta er tvíhliða samningur, reyndar eru fleiri hliðar á honum en við erum einn aðila að honum.

Ég kann að spyrja að því hvaða hagsmunir séu í húfi ef við túlkum það sem svo, með yfirlýsingar frá EES og ESB og utanríkisráðherra og ríkisstjórninni, að þeir séu tilbúnir til þess að við setjum þessa lagalegu fyrirvara. Getur verið að þeir viti, þ.e. Evrópusambandið, að með því að setja lagalegu fyrirvarana haldi þeir ekki (Forseti hringir.) og nái ekki fram að fullu þeim markmiðum sem þeir ætla sér (Forseti hringir.) með orkupakka þrjú?