149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:22]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það geti alveg verið. Ég held einmitt að stuðningsmenn þessara flokka, sem nú verða fyrir vonbrigðum á hverjum einasta degi með þingmenn sína, sjái eftir því að hafa ekki fengið almennilega kynningu á á þeim málstað sem menn segjast hafa hér, að menn skuli ekki getað útskýrt það í fáum orðum hvað sé svona ótrúlega gott og hagfellt við að ganga þessa braut. Hvað er það? Menn segja: Það er hræðsluáróður sem beitt er hér: Andstæðingarnir eru að eyðileggja EES-samninginn. En ég leyfi mér að benda á að verði þetta mál afgreitt í þinginu verður ekki aftur snúið nema með því að segja EES-samningnum upp í heild.

Ég veit í sjálfu sér ekki um neinn hér inni sem er áfram um það.