149. löggjafarþing — 106. fundur,  21. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:13]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum svörin. Hver skyldi vera ástæða þess að fylgjendur orkupakka þrjú eru þá svo ósamkvæmir sjálfum sér eins og raun ber vitni í öllum málflutningi sínum? Menn hafa talað fjálglega fyrir því að það sem ekki eigi við á Íslandi, sú meginlandshugmyndafræði sem ekki eigi við á Íslandi skuli ekki koma til innleiðingar, til að mynda, eins og margoft hefur komið fram hér, járnbrautir eða skipaskurðir. Þar virðist ekki vera neitt mál að vera algerlega handvissir um að slíkt innleiðum við ekki þar sem það á ekki við. En þegar kemur að tengingu við innra net Evrópu og raforku sem á ekki við — nei, þá verðum við að taka skrefin og stíga þau til fulls, ellegar verður hér pólitísk upplausn. Telur þingmaður, í ljósi þess sem hefur komið fram um það sem hefur verið lofað (Forseti hringir.) og hefur ekki staðist, að líkur séu til þess (Forseti hringir.) að það muni frekar standast nú?