149. löggjafarþing — 109. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[22:31]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef einmitt verið að velta því sama fyrir mér hvers vegna ofurkapp er lagt á að færa í gegnum þingið mál sem skiptir engu máli, sem breytir engu, sem er eitthvað sáralítið smotterí, sem er varðað af fyrirvörum sem ekki finnast og eru ekki til og hafa ekkert lagalegt gildi. Ég velti því fyrir mér, herra forseti: Til hvers eru refirnir skornir? Hvað er það sem knýr menn til þess að …

— Ég held ég sé með ranga klukku, herra forseti. Ég held að við höfum verið tveir í andsvari og ég hefði haldið að ég ætti að hafa tvær mínútur en ekki eina?

Hvað er það sem veldur því að keyra þarf þetta mál í gegnum þingið í þessum asa? Ef þetta er mál sem skiptir engu máli, breytir engu, hvað liggur þá svona á? Hvað finnst hv. þingmanni um það?