149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:43]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar til að biðja hæstv. forseta um það í einlægni, og það kemur stjórnmálum raunverulega ekkert við, að nýta dagskrárvald sitt til að fresta þessu máli og hleypa veigamiklum málum sem raunverulega þurfa að komast að sökum tíma og gefa okkur færi á að ræða þetta í góðri sátt þar sem allir heyra og þar sem hægt er að fá álit sérfræðinga á þeim álitaefnum sem hér hafa verið borin upp. Ég veit að hæstv. forseti hefur verið hér og fylgst vel með umræðunni og hefur heyrt það sem við höfum borið hér á borð. Það eru raunveruleg álitamál. Mig langar til að biðja hæstv. forseta í hreinni og einlægri trú þess að hann geti nýtt dagskrárvaldið á þennan hátt.