149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:52]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég hef alltaf jafn gaman af því þegar þingmenn Vinstri grænna koma þegar aðrir eru í málþófi og segjast vera björt mey og hrein. Það þykir mér alltaf skemmtilegt vegna þess að ég held að ekki nokkur einasti stjórnmálaflokkur á Íslandi hafi stundað málþóf í meira mæli en sá flokkur. Ég ætla að vitna í mjög nýlegt dæmi, það var fyrir fjárlagaumræðuna, ekki síðast heldur í hittiðfyrra, og þá sagði heilbrigðisráðherra í miðjum fjárlagaumræðunum: Það er greinilegt að Vinstri græn eru ekki í stjórnarandstöðu nú af því að fjárlögin voru afgreidd á réttum tíma.

Svo koma menn hér með einhverja helgislepju. Það er skemmtilegt en það er ekki trúverðugt.