149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[09:20]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tel að það sé bara sanngjörn og eðlileg ósk sem hér er borin fram um að upplýst verði hvaða áform eru uppi af hálfu hæstv. forseta um framhald þessa fundar. Þingmenn eiga ekki að þurfa að velkjast í vafa um það hversu lengi forseti hefur hugsað sér að þessi fundur standi. Þetta er eðlileg og sanngjörn ósk og ég leyfi mér að vænta þess að virðulegur forseti upplýsi skýrt og skilmerkilega hvaða áform hann hefur uppi í þessum efnum.