149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

skipulögð glæpastarfsemi.

[09:50]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið sem veldur að vissu leyti vonbrigðum. Jú, hæstv. forsætisráðherra, það er þannig að hér hefur verið talað fyrir daufum eyrum vegna þess að ítrekað hefur verið minnst á það hvaða leiðir sé hægt að fara til úrbóta í löggæslu. Af því að minnst er á þjóðaröryggisráð er það þannig að í þjóðaröryggisráð vantar ríkistollstjóra. Reyndar liggur frumvarp fyrir þinginu sem ætti að bæta úr því og þá erum við að tala um þann sem hefur kannski öflugustu landamæragæsluna innan sinna vébanda. Það þarf að stemma stigu við þessu með öllum hætti. Með mikilli virðingu fyrir heilbrigðisyfirvöldum og öllum er nú kominn tími til að fara út í raunhæfar aðgerðir í löggæslumálum. Það þarf að efla löggæsluna, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, bæði hvað varðar mannafla, tæki og úrræði. Þetta þarf að gerast núna. Ég vona því að menn tali hratt þegar þeir eru að tala saman og ég (Forseti hringir.) get fullvissað hæstv. forsætisráðherra um að hún mun ekki ganga ein ef hún tekur þá ákvörðun að taka vel á þessu máli.