149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

heilbrigðisstefna til ársins 2030.

509. mál
[11:59]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Virðulegi forseti. Þær breytingartillögur frá minni hluta velferðarnefndar sem við greiðum hér atkvæði um eru að mínu mati óþarfar og á köflum er horfið frá þeirri meginstefnu að mála stefnuna breiðum strokum. Þá er einnig bætt inn enn einni tilrauninni til að fresta og drepa á dreif framkvæmdum við Landspítalann. Ég mun greiða atkvæði með tillögum meiri hlutans sem að stærstum hluta til eru settar inn í breiðri sátt átta nefndarmanna í hv. velferðarnefnd.