149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[21:08]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég talaði fyrr í dag um mjög langa og djúpstæða klúðurmenningu á Alþingi sem orsakast af því að oft eru hlutir gerðir of hratt í skjóli einhvers konar heimatilbúinnar pressu. Hér erum við núna að tala um mál sem er bæði undir heimatilbúinni pressu og er að reyna að laga það að síðasta fjármálastefna, sem var einmitt líka rekin í gegn undir heimatilbúinni pressu og ekki unnin vel, brást. Það að einhverjir þingmenn virðast ekki sjá ástæðu til að taka þátt í umræðu um það er svolítið furðulegt, verð ég að segja. Ég geri ekki athugasemd við fundarstjórn forseta sem slíks en ég myndi óska þess að fleiri þingmenn tækju þetta mál alvarlega. Þetta er grafalvarlegt mál.