149. löggjafarþing — 115. fundur,  3. júní 2019.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

953. mál
[21:47]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Við hefðum átt að búa hagkerfið undir niðursveifluna, segir hv. þm. Oddný Harðardóttir. Skuldir ríkissjóðs eru núna komnar undir 30%, nær 28% af vergri landsframleiðslu, úr 86%. Það hefði verið 85 milljarða afgangur af ríkissjóði á árunum 2014–2018 og með óreglulegum liðum 390 milljarðar. Erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið jafn góð. Við eigum sem sagt eignir upp á 597 milljarða kr. erlendis, en það voru mínus 5% af landsframleiðslu hér árið 2015. Þetta kalla ég að búa hagkerfið undir niðursveiflu. Þetta kalla ég að vera einmitt í stakk búin að kljást við þau verkefni sem blasa alltaf við og við þurfum auðvitað að takast á við þegar kreppir eitthvað að, þegar tímabundin niðursveifla (Forseti hringir.) verður. Þannig búum við í haginn, hv. þingmaður.