149. löggjafarþing — 120. fundur,  11. júní 2019.

svör við fyrirspurnum.

[11:15]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf):

Herra forseti. Fyrst forsetinn er að safna í sarpinn vil ég bæta við að samþykkt var skýrslubeiðni frá mér, ásamt fjölda annarra þingmanna, um stöðu eldri borgara, umfangsmikil skýrsla. Samþykkt var í þessum sal að forsætisráðherra ætti að vinna þá skýrslu. Beiðnin var samþykkt fyrir 20 vikum.

Samkvæmt þingsköpum, ég held að ég fari rétt með, hefur ráðherra tíu vikur til að skila skýrslu. Ég hef fullan skilning á því að skýrslubeiðnin var umfangsmikil og snertir stór málefni sem lúta að eldri borgurum í þessu landi en fyrst forsetinn er að safna í sarpinn mætti hann einnig athuga stöðu þeirrar skýrslugerðar hjá forsætisráðherra. Mér finnst fullmikið þegar tíminn er orðinn tvöfalt meiri en þingsköp gera ráð fyrir.