150. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2019.

virðisaukaskattur.

10. mál
[14:03]
Horfa

Forseti (Bryndís Haraldsdóttir):

Forseti gerir að sjálfsögðu ekki athugasemd við að þingmenn kjósi að fara í ræðu frekar en andsvör en í ljósi ummælanna vill forseti minna á að þær breytingar sem gerðar voru á andsvörum, og kölluð eru samsvör, eiga við um þingmenn í sama flokki. Forseta er ekki kunnugt um að (Gripið fram í.) hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson og hv. þm. Óli Björn Kárason séu í sama flokki. (ÞorS: Hann er á leiðinni yfir.) Þar til það verður kynnt skrifstofu er þessum hv. þingmönnum heimilt að fara í andsvör hvor við annan, svo það liggi ljóst fyrir.