150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

veggjöld.

[10:59]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Hæstv. forseti. Í meðförum þingsins á samgönguáætlun voru margar hugmyndir uppi og talsverð jákvæðni frá flestum flokkum framan af á því að skoða aðrar leiðir. Ég man að þegar ég talaði hér fyrst fyrir samgönguáætlun fyrir rúmu ári var umræðan ekki svo mikið um áætlunina sjálfa heldur um að það væri nauðsynlegt að hugsa út fyrir boxið. Ég held að það hafi komið frá öllum þingmönnum, þar á meðal Pírötum. Hugmyndin um að taka upp gjald í jarðgöngum til að standa undir rekstri, viðhaldi og frekari öryggisráðstöfunum kom frá meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar og var skrifað þar inn. Ég tek hana með mér inn í jarðgangaáætlun og byggi á færeyska módelinu. Aðrar hugmyndir koma líka annars staðar að. Í samkomulagi ríkisins við sex sveitarfélög leggur flokkur hv. þingmanns til nákvæmlega (Forseti hringir.) þá leið. Stendur ekki meiri hlutinn í Reykjavík enn þá? Ég veit ekki betur. (Gripið fram í.)