150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda.

3. mál
[15:57]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér er gert ráð fyrir skattalækkunum að einhverju leyti og það væri gott að geta stutt það. Vandinn er bara sá að það er líka gert ráð fyrir skattahækkunum, og það sem verra er, það er verið að flækja skattkerfið frá því sem áður var. Aftur er verið að taka upp þriggja þrepa skattkerfi bara örfáum árum eftir að skattþrepunum var fækkað í tvö. Það er vegið að samsköttun hjóna með illskiljanlegum hætti og enn óskiljanlegri eru persónuafsláttarflækjurnar sem fylgja. Af þessum sökum er ekki hægt að styðja frumvarpið. Hæstv. fjármálaráðherra hefur sagt mjög margt skynsamlegt um skattamál í gegnum tíðina. Margt af því sem hér stendur til gengur gegn því sem hæstv. ráðherra hefur sagt. Ég vona að hæstv. ráðherra leiti í smiðju gamla, góða fjármálaráðherrans og komi með frumvörp sem eru meira í samræmi við fyrri málflutning.