150. löggjafarþing — 45. fundur,  13. des. 2019.

staðfesting ríkisreiknings 2018.

431. mál
[10:44]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Ég talaði ekki um þörf fyrir knappan tíma, ég tala bara um að við hefðum ekki kannski haft mikinn tíma til að fara frekar yfir málið, enda engin þörf á því. Frumvarpið er einfalt eins og það er lagt fram um að staðfesta ríkisreikninginn eins og hann liggur fyrir, endurskoðaður og áritaður án fyrirvara.