150. löggjafarþing — 45. fundur,  13. des. 2019.

fjáraukalög 2019.

364. mál
[13:41]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í tilefni orða fjármálaráðherra vil ég segja að hérna er vissulega búið að greiða niður skuldir o.s.frv. en það er líka búið að greiða niður rangar skuldir. Innviðaskuldir hafa þurft að sitja á hakanum í mjög langan tíma og það hefur kostað okkur, eins og sást mjög nýlega varðandi t.d. raflagnir og það samgöngu- og samskiptakerfi sem við erum með hérna. Þörf hefur verið á uppbyggingu og viðhaldi sem hefur verið hunsað á undanförnum áratug. Kostnaðurinn af því hefur sést að undanförnu þannig að við skulum hafa það alveg á hreinu. Það er ágætisstjórn á skuldamálum en það er skuld á fleiri svæðum og í víðara samhengi sem hefur verið hunsuð.