150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

almennar íbúðir.

320. mál
[12:45]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég er mjög sammála því, það væri mjög gott og reyndar alveg frábært ef ráðherra fylgdist vel og vendilega með þessu öllu og gripi inn í strax ef biðlistarnir færu að lengjast, sæi til þess að fólki á biðlistum fækkaði, fylgdist vel með þróuninni. Hann á að geta fengið þessar upplýsingar, bæði frá Brynju – hússjóði og sveitarfélögunum, um hversu mikil þörfin er. En maður skilur ekki hverju hann á að fylgjast með og spurningin til hv. þingmanns er: Á hann að fylgjast með hvort það fjölgi á biðlistum eða hvort það fækki eða hverju á hann að fylgjast með? Ég vil meira en bara að hann fylgist með, ég vil að hann framkvæmi líka.