150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

kynrænt sjálfræði.

469. mál
[21:14]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Frumvarpið sem við samþykktum í vor var mikil réttarbót fyrir hinsegin fólk en um leið og lögin komu til framkvæmda komu fram annmarkar sem gerðu það að verkum að Íslendingar búsettir erlendis lentu í vandræðum innan kerfisins við að breyta nafnaskráningu. Nú er strax verið að bregðast við því. Jafnréttisáætlun tekur tillit til fólks af öllum kynjum og sama má segja um þá vinnu sem hafin er við heildarendurskoðun laga um jafnan rétt kvenna og karla en þar verður tekið fast utan um breytileika kynjanna og kynvitundar. Það sýnir svart á hvítu að það verður haldið þétt utan um þennan málaflokk af hálfu þessarar ríkisstjórnar og því fagna ég.