150. löggjafarþing — 56. fundur,  3. feb. 2020.

tímamörk í útlendingalögum.

[15:36]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Já, það er rétt hjá hv. þingmanni að það er kannski ekki eingöngu undir okkar stjórnkerfi komið að ráða því hversu langan tíma þetta tekur. En það fer auðvitað líka oft eftir fólkinu sjálfu. Stundum kýs fólk að fara heim sjálft eins og því er boðið að gera eftir að endanleg niðurstaða er komin í þeirra máli, sjálfviljug heimför áður en farið er í að undirbúa brottvísun. En þegar það er gert er það svolítið undir landinu sjálfu komið og það er mikilvægt fyrir okkur að koma á góðum samskiptum við lönd þess borgara sem við erum að vísa til baka. Ég er auðvitað opin fyrir öllum þeim breytingum sem eru til hagsbóta fyrir börn eins og ég sýni með þeirri reglugerðarbreytingu að hafa þetta 16 mánuði. En það er að sjálfsögðu markmið okkar að það sé enginn í kerfinu okkar eins lengi og það mál sýnir sem hefur verið til umræðu hér.