150. löggjafarþing — 101. fundur,  11. maí 2020.

frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.

726. mál
[17:17]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Við erum á lokametrunum við að afgreiða þetta frumvarp. Í því er margt gott að finna en það hefði mátt gera svo miklu betur en hér er gert. Eins og ævinlega er lítið hlustað á tillögur til úrbóta. Sárast finnst mér að ríkisstjórnarflokkarnir skyldu ekki fallast á að hafa mikilvægan stuðning við nýsköpunarfyrirtæki ótímabundinn. Það er mikill skaði og ég nefni þetta sérstaklega vegna þess að á sama tíma og við erum að fást við margvísleg vandamál þurfum við líka að huga að framtíðinni og þá dugar ekki að tjalda til skamms tíma eins og því miður er gert í þessu frumvarpi.