150. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2020.

flugsamgöngur til og frá landinu.

[15:10]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég legg áherslu á það í þessu sambandi að það er þeirra sem eiga hagsmuni núna af rekstri félagsins að ná niðurstöðu. Til þess hafa þeir stuðning frá ríkisstjórninni, að ná niðurstöðu, og þá mun ríkið koma til viðræðna um ríkisábyrgð með ákveðnum skilyrðum sem þá þarf að semja um. Takist stjórnendum félagsins hins vegar ekki að leysa úr fjárhagsvanda félagsins er komin upp önnur staða, þá er komin upp ný staða sem ekki er hægt að úttala sig um á þessari stundu. Ég hef engar áhyggjur af því að til skamms tíma sé ekki hægt að tryggja flugsamgöngur til landsins. Það er hægt að gera eftir margvíslegum leiðum. Stóra verkefnið sem blasir hins vegar við okkur sameiginlega, mistakist þessi tilraun, er að byggja að nýju upp félag sem getur sinnt þessu mikilvæga hlutverki með Keflavíkurflugvöll sem tengiflugvöll um Norður-Atlantshafið. Það hljóta að koma margar sviðsmyndir til skoðunar í því samhengi og þá vonandi bornar (Forseti hringir.) uppi af þeim sem ætla að koma með fjármagn inn í það úr einkageiranum.