150. löggjafarþing — 105. fundur,  19. maí 2020.

dómstólar o.fl.

470. mál
[15:56]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ég fagna því að þetta frumvarp er hér að verða að lögum og þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir vinnu hennar. Með stofnun endurupptökudóms verða tekin af öll tvímæli um að dómsvaldið sé einvörðungu á hendi dómara í samræmi við stjórnarskrá. Meginreglan um þrískiptingu ríkisvaldsins er þar með fest í sessi og skilyrði um endurupptöku dómsmála einnig rýmkuð. Mikilvægast er þó að í þessu felst talsverð réttarbót fyrir almenning í landinu.

Ég þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd aftur fyrir vinnuna.