150. löggjafarþing — 110. fundur,  29. maí 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[12:55]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er margt gott í þessu frumvarpi en ég vil þó benda námsmönnum á að ef þeir taka námslán, ef frumvarpið eins og það er nú verður að lögum, lenda kannski í veikindum, lenda í örorku og lenda þar af leiðandi í því að geta ekki greitt af lánunum sínum, lenda í því að þurfa að fara í gjaldþrot, þá er samt sem áður hægt að elta námsskuldir þeirra uppi. Fólk sem kannski er orðið öryrkjar mun ekki standa undir því. Það er búið að festa námsmenn. Jafnvel þó að fólk verði gjaldþrota mun ríkið elta þessar skuldir uppi. Það er sá raunveruleiki sem verður til ef þetta frumvarp verður að veruleika. Þetta er það sem Hæstiréttur hefur verið að dæma; menn héldu að þetta væri í lögunum en Hæstiréttur hefur verið að dæma að svo sé ekki. Ef þetta frumvarp verður samþykkt eins og það er þá er sannarlega verið að festa það í gildi í lögum að verði fólk gjaldþrota, hvort sem það er vegna örorku eða annars, er hægt að elta skuldina uppi og láta fólk greiða hana fram á grafarbakkann.