150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

heilbrigðisþjónusta.

439. mál
[10:35]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir með hv. formanni velferðarnefndar, Helgu Völu Helgadóttur, að þetta mál var því miður illa unnið, og því er ég ekki á nefndaráliti þess. Það er eiginlega sorglegt til þess að vita að við skulum vera í þeirri stöðu að vinna málið svo hratt og illa að það sé eiginlega ekki hægt að samþykkja það, vegna þess að þetta er gott mál og hefði verið hægt að koma því í gegn í sátt og samlyndi, en því miður tekst það ekki núna.