150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[14:50]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég nefndi það við Guðjón S. Brjánsson þegar hann sat á forsetastóli að ég óskaði eftir því að Ari Trausti Guðmundsson, framsögumaður málsins, sæti hér og fylgdist með umræðunni um málið sem hann er að verkstýra í gegnum þingið. Ég nefndi þetta sérstaklega við hæstv. forseta þingsins, Steingrím J. Sigfússon, í gær. Þegar ég óskaði eftir að ráðherra kæmi sagði hann að yfirleitt væri það eðlileg krafa. Ráðherrar skyldu verða við því í 1. umr. en framsögumenn málsins tækju svo við. Það er hægt að óska eftir því í hinum umræðunum en það er framsögumanna að sitja undir og fylgjast með umræðunni og taka þátt í henni þegar kemur að 2. og 3. umr. Þetta er 2. umr. um mál sem Ara Trausta Guðmundssyni þykir kannski óþægilegt að þurfa að verkstýra í gegnum þingið, sitjandi í Suðurkjördæmi, þar sem á að rukka fólk sérstaklega. En ég óska eftir því að kallað sé eftir því að hann fylgist með þessari umræðu. Hann strunsaði út úr salnum þegar ég hélt ræðu mína hérna rétt áðan.