150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir .

944. mál
[11:48]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það var ágætt að hv. þingmaður kæmi með þessa spurningu því að þessu verður mætt. Þeir neytendur sem hafa nú þegar þegið inneignarnótur og óska eftir því að fá frekar endurgreitt geta fengið endurgreitt ef þeir óska þess. Það verður jafnræði í þeim efnum. Ég held að það sé búið að búa mjög vel um þessi mál eins og þau líta út í endanlegri útfærslu í þeirri breytingartillögu við málið sem við munum fara yfir í atvinnuveganefnd á eftir. Það er bara skýrt svar: Þeim verður mætt.