151. löggjafarþing — 1. fundur,  1. okt. 2020.

hlutað um sæti þingmanna skv. 4. mgr. 3. gr. þingskapa.

[15:39]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Nú verður hlutað um sæti annarra þingmanna. Sætaúthlutun verður með aðeins breyttu sniði í ljósi aðstæðna og fer þannig fram, og er um það fullt samkomulag milli forseta og formanna þingflokka og forseti treystir því að hv. þingmenn reisi ekki athugasemdir þar við, að forseti dregur um sæti fyrir hönd þingmanna.

Forseti biður þingmenn um að halda kyrru fyrir í sínum sætum og færa sig ekki í ný sæti fyrr en við stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Allir sitji áfram í sínum gömlu sætum þar til þessum fundi lýkur og áður en menn koma til stefnuræðunnar verður búið að merkja sætin upp á nýtt og hengja upp kort þannig að allir eigi að geta gengið greiðlega að nýjum sætum þegar þar að kemur.