151. löggjafarþing — 33. fundur,  8. des. 2020.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[15:42]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er erfitt að koma þessu að á einni mínútu fyrir hæstv. ráðherra, því að þetta er einmitt stórt mál. Hæstv. ráðherra segir að helmingur þess svæðis sem nú liggur undir sé þegar friðlýstur og þá í dreifðu fyrirkomulagi. Hvernig myndi miðhálendisþjóðgarður t.d. líta út með einungis þau svæði? Hvernig hjálpar að tengja þau svæði við þennan miðhálendisþjóðgarð og skilvirknina sem hæstv. ráðherra lýsti í fyrra andsvari?