151. löggjafarþing — 33. fundur,  8. des. 2020.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[15:48]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aftur varðandi jaðarsvæðin eða iðnaðarsvæði fyrir virkjanir innan afmörkunarþjóðgarðs vegna þess að þau eru ekki á jaðrinum. Hágönguvirkjun, í biðflokki rammaáætlunar, er á miðju svæðinu. Botnafjöll, Grashagi og Sandfell eru jú á jaðri friðlands að Fjallabaki, raða sér þar eins og perlufesti og tilbúin að blása gufu þannig að öll upplifun af óbyggðunum í friðlandi að Fjallabaki hverfi. Þetta verður í miðjum þjóðgarði, miðhálendisþjóðgarði. Þess vegna langar mig að spyrja hæstv. ráðherra: Hvers vegna í ósköpunum er ekki búið að endurskoða flokkun virkjunarkosta í rammaáætlun frá þeirri úreltu flokkun sem hæstv. ráðherra Sigrún Magnúsdóttir lagði fram hér fyrir mjög löngum tíma og á allt öðrum forsendum? Síðan í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn er með Íslandsmet í fyrirvara við stjórnarfrumvörp langar mig að spyrja: Reiknar (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra yfir höfuð með því að málið njóti meirihlutastuðnings innan stjórnarflokkanna?