151. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[16:44]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þetta er ákveðinn útúrsnúningur hjá hv. þingmanni. Það ber að gæta að jafnræði barna og þarna er einmitt verið að taka á rétti barna til að taka þessar ákvarðanir og að ekki séu teknar neinar ákvarðanir án þess að tekið sé tillit til þess hver sé réttur barna. Einhverra hluta vegna er þessu snúið á hvolf. Það er meira að segja tekið sérstaklega fram í frumvarpinu að aðgerðir sem þessar falli ekki undir það og í sjálfu sér er þá verið að segja að það sé í lagi að gera aðgerðir af trúarlegum ástæðum. Ég spyr: Ef þið eruð að verja börnin á annað borð, hvers vegna í ósköpunum getið þið ekki sett þetta inn? Það er meira að segja tekið fram að það hafi verið gert í sambandi við stúlkubörn. Sem betur fer er búið að sjá til þess. Samt getið þið ekki gengið alla leið og gert þetta þannig að öll börn sitji við sama borð. Ég spyr: Á ekki að gæta jafnræðis allra barna heldur bara sumra? Og á að vera að snúa út úr með því að segja að eitthvað annað gildi? Þarna er verið að tala um rétt barna.