151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

skattar og gjöld.

314. mál
[15:46]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Með þeim breytingum sem gerðar voru við 2. umr. á þessu máli er settur inn hvati fyrir bílaleigur, sem eru með mjög stóran hluta af eftirmarkaði á íslenskum bílamarkaði, til að kaupa vistvæna bíla, 15% af heildarinnkaupum árið 2021 og 25% árið 2022. Standi þær ekki við þessi ákvæði þurfa þær að endurgreiða stuðninginn með álögum. Ég tel mikilvægt að það komi fram hér við lokaafgreiðslu málsins.