151. löggjafarþing — 48. fundur,  26. jan. 2021.

öflun og dreifing bóluefnis, munnleg skýrsla heilbrigðisráðherra. - Ein umræða.

[16:16]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir hvatninguna. Ég veit að henni fylgja góðar óskir og hef ekki neina ástæðu til að ætla neitt annað. Varðandi umræðu um rannsókn fyrir Ísland sem myndi þá snúast um það sem sóttvarnalæknir hefur rætt og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þá vitum við ekki, stjórnvöld hafa ekki upplýsingar um að þar sé nokkuð í hendi. Það liggur algerlega þannig. Hins vegar er alveg ljóst að vonir standa til þess að framleiðslan hjá þeim lykilfyrirtækjum sem hér hafa verið nefnd fari að aukast þegar líður á vorið og jafnframt að önnur efni komi á markað frá bæði Janssen og CureVac, sem við höfum ekki enn þá skrifað undir. Ég vonast svo sannarlega til þess að við náum öflugri viðspyrnu (Forseti hringir.) um leið og við náum að bólusetja þorra þjóðarinnar og að við berum gæfu til þess að snúa áfram bökum saman vegna þess að það skiptir öllu máli að samfélagið hafi vald á faraldrinum jafnframt því sem við erum (Forseti hringir.) smám saman að ljúka við bólusetningar.