151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[16:46]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Eins og hæstv. forseti heyrði eflaust fengum við hér að hlýða á mjög gott dæmi, gott vegna þess hversu ömurlegt það var, um þær aðferðir sem þeir sem treysta sér ekki til að ræða mál sem varða t.d. innflytjendur beita til að koma í veg fyrir umræðu.

Hv. þingmaður hefur ekki komið með neina gagnrýni á þau rök sem ég færði fram í ræðu minni. Hann fer að tala um Marrakesh-samkomulagið og gefur sér að hv. þingmenn Miðflokksins hafi verið á móti einhverju tilteknu atriði í því (HHG: Er það breyting?) varðandi öryggi flóttamanna. Hvers konar della er þetta, herra forseti? Er ekki hægt að ræða þennan málaflokk öðruvísi en af því yfirlæti og dylgjum sem þingmenn Pírata sýna hér ítrekað í ræðustól Alþingis?