151. löggjafarþing — 66. fundur,  12. mars 2021.

ákvörðun um áfrýjun til Landsréttar.

[12:37]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég ítreka að faglega var staðið að öllu. Það er þannig að hægt er að áfrýja málum. Út á það gengur réttarríkið. Það eru nokkur dómstig í landinu. Er hv. þingmaður að beina því til okkar að ekki sé hægt að fara eftir þeim? Er það virkilega svo? Og ég vil nefna það að þegar svona mál kemur upp þá leitar maður auðvitað til færustu sérfræðinga á sviðinu. Það var gert og niðurstaða fengin. Það kann að vera að hv. þingmaður eigi erfitt með að sætta sig við það en þannig var farið í þetta mál. Það var faglega staðið að öllu.