151. löggjafarþing — 74. fundur,  25. mars 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[17:47]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan er þetta ófyrirsjáanlegur málaflokkur og erfitt er að áætla fyrir fram hve margir leita hingað. Á síðasta ári leituðu hingað talsvert færri en t.d. fyrir tveimur árum. Tekin hefur verið ákvörðun um að fjármagna samkvæmt raunútgjöldum, eins og hv. þingmaður nefnir, að hælisliðurinn hækki sérstaklega í fjáraukalögum ef á þarf að halda eins og bent var á. Það kemur inn í fjárauka eftir á ef vanáætlað var hversu mikla fjármuni þurfti til að standa undir þeirri þjónustu sem við bjóðum þeim upp á sem bíða eftir svari um alþjóðlega vernd. Þannig hefur þessu verið fyrir komið og mér sýnist það bara vera í lagi með þeim hætti. Erfitt er að áætla þetta en á sama tíma og við sjáum að hingað leituðu aðeins færri þá fengu t.d. fleiri alþjóðlega vernd í fyrra. Auðvitað þarf að aðlaga allan kostnað að þeirri stöðu, að hér fái þeir alþjóðlega vernd sem uppfylla þau skilyrði.