151. löggjafarþing — 81. fundur,  20. apr. 2021.

um fundarstjórn.

[13:03]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Ég kem bara upp til að taka undir með hv. þingmanni. Það er leiðinlegt þegar mál sem er búið að ljúka allri meðferð á í nefndum fær ekki eðlilega afgreiðslu út úr þeim. Það hefur sem betur fer ekki borið mikið á þessu undanfarið en þó eitthvað. Ég held að það væri bara jákvætt fyrir þingið ef við hættum að vera með þennan leik í gangi í nefndum, að mál sem eru tilbúin séu borin upp til atkvæðagreiðslu um hvort þau geti farið út og ef engin réttmæt röksemdafærsla er gegn því þá fari þau út og fái þá aðeins framgöngu hér í þingsalnum. Þetta er ekki flókið, þetta er ekki erfitt. Það er nokkuð skýrt í þingsköpum hvernig þessu á að vera háttað. Ef fólk getur lagt pólitíska leiki til hliðar og unnið vinnuna sína er það betra fyrir alla.