151. löggjafarþing — 81. fundur,  20. apr. 2021.

um fundarstjórn.

[13:08]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að hér hefur ríkt ágætt samkomulag um störf þingsins það sem af er þessum þingvetri og nefndir verið vel lestaðar af margs konar málum. Eins og gjarnan hefur verið, a.m.k. undanfarin þing frá því að ég settist á þing, hefur upphaf þess gjarnan verið í formi þess að þingmannamál eru þar á dagskrá. Það er alveg rétt að hér þarf að forgangsraða málum og ríkisstjórnarmál ganga jú fyrir. En um leið vil ég segja að í anda þess góða samstarfs sem ríkt hefur tel ég einboðið að við setjumst yfir það að halda slíku góðu andrúmslofti og fara vel yfir hvort við getum meðfram öllum þeim ríkisstjórnarmálum — því að nefndir eru allflestar þungt lestaðar enn þá, held ég — tekið þingmannamál á dagskrá ásamt þeim málum.