151. löggjafarþing — 98. fundur,  19. maí 2021.

stefna Íslands í málefnum norðurslóða.

750. mál
[13:54]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Þetta er fín niðurstaða eftir vinnu þingmannahóps sem vann að þessari þingsályktun. Ég legg sérstaka áherslu á 1. lið hennar:

„Að taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um málefni norðurslóða á grundvelli þeirra gilda sem höfð hafa verið að leiðarljósi í íslenskri utanríkisstefnu, m.a. um frið, lýðræði, mannréttindi og jafnrétti.“

Þegar við tökum þann pól í hæðina varðandi norðurslóðir ættum við að sjálfsögðu líka að gera það á öðrum landsvæðum. Ég vísa þeim orðum til ríkisstjórnarinnar og minni hana á að taka virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi um frið, m.a. hvað varðar málefni Ísraels og Palestínu.