151. löggjafarþing — 119. fundur,  6. júlí 2021.

uppbygging heilbrigðiskerfisins.

[13:07]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Hæstv. forsætisráðherra víkur sér undan því að svara spurningunni sem að henni er beint. Ég tók hér dæmi af heilbrigðiskerfinu. Ég hefði allt eins getað talað t.d. um hálendisþjóðgarð þar sem flokkar sem eru á algerlega öndverðum meiði eru að reyna að vinna saman og verið er að fresta þessu aftur og aftur. Við þekkjum hvað það þýðir þegar alltaf er verið að reyna að nota sömu aðferðirnar til að koma málum í gegn án þess að breyta aðferðafræðinni.

Spurningin var: Hvernig telur hæstv. forsætisráðherra að það gangi að leysa þessi gríðarlega mikilvægu og erfiðu mál í samstarfi við flokk sem er algerlega ósammála Vinstri grænum og stefnu heilbrigðisráðherra í heilbrigðismálum? Telur hún ekki vænlegra til árangurs að reyna einhverja aðra aðferðafræði og reyna að vinna með flokkum sem eru sama sinnis og hún?