152. löggjafarþing — 3. fundur,  2. des. 2021.

um fundarstjórn.

[11:11]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ég vildi bara koma hingað upp sérstaklega til þess að þakka formanni fjárlaganefndar fyrir afsökunarbeiðnina. Ég held að full ástæða sé til að taka hana gilda og til greina, það sé engum í hag að vera að staldra frekar við það eins óþægilegt og það var að sjá þetta gerast. En ég verð að viðurkenna að samhliða þessari afsökunarbeiðni voru orð þingmanns Sjálfstæðisflokksins í þessari umræðu líka mjög óþægileg þegar hún leggur á borð þá hugmynd hvort ekki megi festa þetta ólag í sessi. Þá velti ég fyrir mér: Vilja þau ekki bara taka skrefið alla leið og hætta nefndastörfum Alþingis?