152. löggjafarþing — 5. fundur,  4. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[11:28]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir andsvarið. Það er von mín að hæstv. ráðherra taki þessi mál föstum tökum nú á nýju kjörtímabili og í nýju starfi. Þar býð ég og sjálfsagt við önnur hér inni sem höfum starfað á þessu sviði fram reynslu okkar og þekkingu. Mig langar líka að hvetja hæstv. ráðherra til að heimsækja flóttamannabúðir og jafnvel stríðshrjáð lönd. Það er reynsla sem myndi hjálpa mikið við það að átta sig á því hvaða málefnum er verið að vinna í. Það er líka von mín að á komandi árum verði aukið við raunverulega þróunaraðstoð, ekki bara bókhaldstrikk.